
Tangabryggja 5 í Bryggjuhverfi, Reykjavík
Íbúðir við Tangabryggju 5 í Bryggjuhverfi (Eliðarárvogi) í Reykjavík verða tilbúnar á 5 ólíkum dagsetningum. Þær fyrstu í nóvember 2021 og þær síðustu sumar 2022. Sjá nánar um afhendingu íbúðanna hér.
Gældýrahald verður leyft í hluta íbúðanna og sækja þarf um sérstaklega ef óskað er eftir íbúð sem heimilar gæludýr.
Bjarg er leigufélag án hagnaðarsjónarmiða. Það þýðir að íbúðir eru leigðar á kostnaðarverði og leigufjárhæð því ákveðin þannig að rekstur íbúðanna sé sjálfbær, þ.e. að leigusali geti staðið í skilum á þeim greiðslum sem honum ber að greiða á samkvæmt lögum. Áætlanir fyrir leiguverð í Tangabryggju munu liggja fyrir þegar nær dregur afhendingu.
Opið er fyrir umsóknir. Allar úthlutanir hjá Bjargi eru út frá númeri á biðlista.Til að eiga möguleika á úthlutun er nauðsynlegt að vera skráður á biðlista og senda inn umsókn (tvö skref), sjá nánar í leiðbeiningum.
Félagsbústaðir munu eiga og leigja út hluta íbúðanna í húsunum í Tangabryggju 5 á móti Bjargi íbúðafélagi.
Sjá hér Tangabryggju á korti.
2ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 43 -55 m²
- Fjöldi íbúða: 40
2ja herbergja íbúðirnar í Tangabryggju 5 eru 43 -55 m². Í þeim er eitt svefnherbergi, eldhúskrókur og baðherbergi. Geymslurými eru bæði í skápum innan íbúðar og geymsluskápum á jarðhæð. Fataskápur er í svefnherberginu.
3ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 61,8-72,4m²
- Fjöldi íbúða: 30
3ja herbergja íbúðirnar í Tangabryggju 5 eru 61,8-72,4m² . Í þeim eru tvö svefnherbergi, eldhúskrókur og baðherbergi. Geymslurými eru bæði í skápum innan íbúðar og geymsluskápum á jarðhæð. Fataskápur er í hjónaherberginu.
4ra herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 83,3-91,7m²
- Fjöldi íbúða: 23
4ra herbergja íbúðirnar í Tangabryggju 5 eru 83,3-91,7m² . Í þeim eru þrjú svefnherbergi, eldhúskrókur og baðherbergi. Geymslurými eru bæði í skápum innan íbúðar og geymsluskápum á jarðhæð. Fataskápur er í hjónaherberginu.
5 herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 4
- Stærð íbúða: 105,2-107,8
- Fjöldi íbúða: 5
5 herbergja íbúðirnar í Tangabryggju 5 eru 105,2-107,8m² . Í þeim eru fjögur svefnherbergi, eldhúskrókur og baðherbergi. Geymslurými eru bæði í skápum innan íbúðar og geymsluskápum á jarðhæð. Fataskápur er í hjónaherberginu.
Skipulag
- Aðaluppdrættir, Tangabryggja 5, matshluti 1
- Aðaluppdrættir, Tangabryggja 5, matshluti 2
- Aðaluppdrættir, Tangabryggja 5, matshluti 4
- Aðaluppdrættir, Tangabryggja 5, matshluti 5
- Aðaluppdrættir, Tangabryggja 5, matshluti 6
- Tangabryggja 5, mhl. 2_yfirlit íbúða_01.11.2021
- Tangabryggja 5, mhl. 1_yfirlit íbúða_01.12.2021
- Tangabryggja 5, mhl. 6_yfirlit íbúða_01.04.2022
- Tangabryggja 5, mhl. 4 og 7_yfirlit íbúða_01.06.2022
- Tangabryggja 5, mhl. 5_yfirlit íbúða_01.07.2022
3D myndir af Tangabryggju 5
Græna borgin við sundin. Tangabryggja tilheyrir nýju lykilsvæði í þróun Reykavíkurborgar, Elliðaárvog. Staðsetning svæðisins er einstök. Nálægð við strandlengjuna og grænan útivistarás Elliðarárdals skapar svæðinu mikla sérstöðu í borgarlandslaginu. Borgarlínan mun beintengja svæðið við miðborgina. Grunnskóli verður byggður í hverfinu og sundlaug.
Kynning á þróunarsvæðinu, af vef Reykjavíkurborgar