Bjarg er leigufélag án hagnaðarsjónarmiða.

Það þýðir að íbúðir eru leigðar á kostnaðarverði og leigufjárhæð því ákveðin þannig að rekstur íbúðanna sé sjálfbær, þ.e. að leigusali geti staðið í skilum á þeim greiðslum sem honum ber að greiða á samkvæmt lögum.

Tekjur umsækjenda/leigutaka stýra því ekki leiguverði.

Leiguverð eru mismunandi milli staða þar sem kostnaður verkefna er ólíkur.

Tenging við vísitölu: Mánaðarleiga á Bjargi er verðtryggð. Það þýðir að grunnleiga breytist mánaðarlega í hlutfalli við breytingar á almennu verði á Íslandi. Til að mæla verðbreytinguna er notuð vísitala neysluverðs. Það er vísitala til að mæla almennt verðlag í hagkerfinu. Vísitalan er gefin út af Hagstofu Íslands. Vísitalan mælir verðbreytingar á tiltekinni vöru- og þjónustukörfu sem er grunnur vísitölunnar. Verð á umfangsmiklu úrtaki vöru og þjónustu er safnað í viku um miðjan mánuð til að mæla verðbreytingar. Karfan endurspeglar meðalútgjöld heimilanna, t.d. á matvælum, þjónustu, bensíni og húsnæði. Verðhækkunin er kölluð verðbólga. Þetta þýðir að leigan hækkar með verðbólgu að nafnvirði.

Ef leiguverð í samningnum þínum er t.d. 170.000 og vísitala neysluverðs í samningi er 577,3 þá er útreikningur á leiguverði í júní 2023 eftirfarandi:

Verðvísitala í júní'23 er 588,3: Helstu vísitölur - Hagstofa Íslands

= 170.000x (588,3/577,3) = 173,239 (leiga fyrir júní 2023)