Bjarg fagnar áhuga á verkefnum félagsins

Bjarg íbúðafélag fagnar áhuga innlendra framleiðenda á því að vinna með félaginu. Félagið semur um uppbyggingu leiguíbúða í alverktöku og munu aðalverktakar eftir atvikum leita eftir tilboðum í ákveðna verkþætti.

4. desember 2018

Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir

Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.

6. nóvember 2018