Bjarg fær úthlutað styrk úr Aski mannvirkjasjóði vegna rannsóknar á nýtingu sólarorku fyrir íbúðarhúsnæði
Bjarg fær úthlutað styrk úr Aski mannvirkjasjóði vegna rannsóknar á nýtingu sólarorku fyrir íbúðarhúsnæði Bjarg mun setja upp sólarsellur á fjölbýlishús við Silfratjörn og felur verkefnið í sér að rannsaka nýtingu birtuorku og skoða lausnir til að sveifla orkunni. Einnig verða skoðaðar áskoranir vegna byggingar og skipulagsmála við uppsetningu á húsnæði.