Fyrir íbúa Grindavíkur
Bjarg íbúðafélag hefur staðfest kaup á íbúðum sem ætlaðar eru fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.
Grindavíkingar hafa forgang í íbúðir á eftirfarandi stöðum:
- 9 íbúðir við Áshamar 52, 221 Hafnarfirði, allar 4ra herbergja. Ein 4ra herbergja íbúð er að losna, opið fyrir umsóknir. Gæludýrahald er heimilað í íbúðinni.
- 18 íbúðir við Dalsbraut 1, Inni Njarðvík, 260 Reykjanesbær. Ein 4ra herbergja íbúð er að losna, opið fyrir umsóknir.
- 23 íbúðir við Keilisholt 1, 190 Vogum. Tíu 2ja herbergja íbúðir, ein 3ja herbergja íbúð, níu 4ra herbergja og þrjár 5 herbergja íbúðir. Ein 5 herbergja íbúð er að losna, opið fyrir umsóknir.
Sótt er um á mínum síðum á heimasíðu félagsins, innskráning með rafrænum skilríkjum.
Umsækjendur eru þar beðnir um að fylla inn upplýsingar um stéttarfélag, stærð fjölskyldu ofl. Kostnaður við skráningu á biðlista hjá Bjarg er kr. 1.500 og verður skráningargjaldið endurgreitt komi ekki til úthlutunar.
Úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru því út frá a) póstnúmeri 240, b) biðlistanúmeri, c) fjölskyldustærð og d) að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. er eiganda íbúðarinnar heimilt að leigja hana til leigjanda sem er yfir tekju- og eignamörkunum. Heimilt er að krefjast markaðsleigu. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs.
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda frá Grindavík (aðila á lista Almannavarna vegna rýmingar í Grindavík) er heimilt að úthluta út frá almennum skilyrðum Bjargs varðandi úhlutun. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til 18 mánaða.