Bjarg íbúðafélag, kt: 490916-0670, til heimilis að Kletthálsi 1, 110 Reykjavík, er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Með skráningu á biðlista staðfestir umsækjandi og ber ábyrgð á að hann uppfylli öll almenn skilyrði fyrir úthlutun samkvæmt úthlutunarreglum Bjargs íbúðafélags.

Bjarg staðfestir ekki fyrr en við úthlutun hvort umsækjandi uppfylli í raun öll skilyrði fyrir úthlutun.

Við skráningu á biðlista samþykkir umsækjandi greiðslu á félagsgjaldi skv. gjaldskrá Bjargs. Skráningu á biðlista þarf umsækjandi að staðfesta árlega með því að greiða félagsgjald samkvæmt gjaldskrá félagsins. Staða umsækjanda á biðlista er fyrst virk þegar búið er að greiða skráningargjaldið og frá þeim tíma sem það er greitt. Sé félagsgjald ekki greitt fellur umsækjandi af biðlista og missir sitt biðlistanúmer.  Gjöld vegna skráningar á biðlista eru óafturkræf.

Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Valitor og fær Bjarg íbúðafélag engar kortaupplýsingar viðskiptavina.  Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.  Einnig er hægt að greiða með millifærslu úr heimabanka.

Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla félagsgjalds er frágengin.

Undantekning var að þeir sem skráðu sig fyrir 31. júlí 2018 fóru í pott og var umsækjendum sem þá höfðu skráð sig raðað í númeraröð með útdrætti.

Skráning á biðlista er ekki umsókn um íbúð, sækja þarf um íbúðir eftir því sem þær eru lausar til umsóknar. Þeir sem skráðir eru á biðlista fá sendar upplýsingar um allar búðir sem lausar eru til umsóknar.

Úthlutun hlýtur sá sem er með lægsta númer á biðlista og sem uppfyllir öll allmenn skilyrði fyrir úthlutun að teknu tilliti til forgangs, sbr. gr. 4 í úthlutunarreglum Bjargs.

Standi til að úthluta umsækjanda íbúð sækir Bjarg íbúðafélag þær persónulegu upplýsingar sem umsækjandi hefur veitt samþykki fyrir að Bjarg sæki, að því marki sem nauðsynlegt er, en Bjarg íbúðafélag hses. fylgir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.