Hlutverk fulltrúaráðsins gengur út á að vera tengiliður á milli stofnenda og stjórnar, að fylgast með rekstri stofnunarinnar (Bjargs íbúðafélags), taka stefnumarkandi ákvarðanir og setja stofnuninni nauðsynlegar starfsreglur. 

Fulltrúaráð stofnunarinnar skal skipað tólf einstaklingum. Átta þeirra skulu tilnefndir af stofnendum, sex af ASÍ og tveir af BSRB. Fjórir skulu kosnir af leigutökum stofnunarinnar.

Kjöri skal hagað á þann veg að endurnýjun í fulltrúaráð sé í áföngum. Annað hvert ár eru fjórir fulltrúar tilnefndir af stofnaðilum, hver til fjögurra ára í senn og tveir fulltrúar leigutaka til fjögurra ára í senn.

Fulltrúaráðsfólk getur hvorki verið stjórnarmaður né framkvæmdastjóri stofnunarinnar.

Stjórn stofnunarinnar á rétt til setu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. 

Fulltrúaráð skiptir sjálft með sér verkum, en kosnir skulu a.m.k. formaður og ritari, sem jafnframt skal vera varaformaður.

Fulltrúaráð skipar stjórn stofnunarinnar.

Fulltrúaráð skal setja stofnuninni starfsreglur.

Formaður fulltrúaráðs kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar í málum sem hafa hlotið umfjöllun fulltrúaráðs.

Fulltrúar ASÍ

 • Finnbjörn Hermannsson
 • Hörður Guðbrandsson
 • Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
 • Sara Öldudóttir
 • Helga Ingólfsdóttir
 • Bjarni Þór Sigurðsson

Fulltrúar BSRB

 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir
 • Garðar Hilmarsson

Fulltrúar leigutaka

 • Elvar Halldórsson
 • Jón Arnar Magnússon
 • Sigurbjörg Arndal Kristinsdóttir
 • Steinhildur Hjaltested

Formaður Fulltrúaráðs Bjargs er Bjarni Þór Sigurðsson