
Akranes, Asparskógar 3 - NÝTT
Í byggingu eru 24 íbúðir við Asparskóga 3 á Akranesi. Húsin verða á tveimur hæðum og um er að ræða 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember 2022 og áætlað að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til leigu 1. nóvember 2023. Sjá nánar hér um áætlaðar afhendingar og vinnu við umsóknir.
Gæludýr verða leyfð í hluta íbúðanna og merkja þarf sérstaklega við í umsókn ef sótt er um íbúð sem heimilar gæludýrahald. Samkomulag er við Akraneskaupstað um að þeir fái til ráðstöfunar hluta íbúðanna í Asparskógum 3.
Hér má sjá Asparskóga 3 á Akranesi á korti.
2ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 49,6 m²
- Fjöldi íbúða: 6
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 49,6 m² og skiptast þær í anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymsluskápar eru innan íbúðar og fataskápur er í svefnherbergi.
Myndband úr 2ja herbergja íbúð í Asparskógum 3a (íbúð 103: 49,6 m²)
360° myndir úr 2ja herbergja íbúð í Asparskógum 3a (íbúð 103: 49,6 m²)
3ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 70,1 m² - 70,8 m²
- Fjöldi íbúða: 10
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 70,1 m² - 70,8 m² . Í þeim er anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi.
Myndband úr 3ja herbergja íbúð í Asparskógum 3a (íbúð 104: 70,1 m²)
360° myndir úr 3ja herbergja íbúð í Asparskógum 3a (íbúð 102: 70,1 m²)
4ra herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 88,5 m²
- Fjöldi íbúða: 8
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 88,5 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi.
Myndband úr 4ra herbergja íbúð í Asparskógum 3a (íbúð 101: 88,5 m²)
360° myndir úr 4ra herbergja íbúð í Asparskógum 3a (íbúð 101: 88,5 m²)