
Maríugata í Garðabæ
Bjarg íbúðafélag byggir 22 íbúðir við Maríugötu 5 í Garðabæ (Urriðaholti). Afhendingar og upphaf leigu eru áætluð að verði 1. mars 2023. Gæludýrahald er heimilt í hluta íbúða á jarðhæðum en sækja þarf um þær íbúðir sérstaklega. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Íbúðirnar eru í einu húsi sem er fimm hæðir. Um er að ræða 2ja - 5 herbergja íbúðir. Bílstæði við húsið eru 32, þ.e. 1,45 pr. íbúð. Hér má sjá hvar Maríugata 5 er á korti.
Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst 2022. Úthlutanir verða í ágúst/september 2022.
Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs, sbr. gr. 4 í úthlutunarreglum.
2ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 52,2-53,1 m²
- Fjöldi íbúða: 5
Íbúðirnar skiptast í alrými með eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og á jarðhæð hússins. Fataskápur er í svefnherbergi.
3ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 75 m² - 77,1 m²
- Fjöldi íbúða: 10
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 75 m² - 77,1 m² . Tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og á jarðhæð hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.
4ra herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 96,7-96,8 m²
- Fjöldi íbúða: 4
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 96,7-96,8 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og á jarðhæð hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Geymsla/búr er í eldhúsi.
5 herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 4
- Stærð íbúða: 99,3 m²
- Fjöldi íbúða: 3
Fimm herbergja íbúðirnar eru 99,3 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og á jarðhæð hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.
Skipulag
- Maríugata 5_grunnmynd_1. hæð
- Maríugata 5_grunnmynd_2 og 3 hæð
- Maríugata 5_grunnmynd_4 og 5 hæð
- Maríugata 5_útlit
- Maríugata 5_Séruppdráttur lóðar
- Litaðar yfirlitsmyndir af íbúðum í Maríugötu.pdf
Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortnar náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir. Sjá nánar um Urriðaholt: www.urridaholt.is.