Bjarg hefur byggingu á 33 leiguíbúðum við Asparskóga á Akranesi
Fyrsta skóflustungan tekin að 33 nýjum leiguíbúðum við Asparskóga á Akranesi
Fyrsta skóflustungan tekin að 33 nýjum leiguíbúðum við Asparskóga á Akranesi
Í lok dags 31. júlí sl. höfðu 818 umsækjendur skráð sig á biðlista hjá Bjargi. Dregið hefur verið í númeraröð meðal þeirra sem þá höfðu skráð sig og geta umsækjendur fundið sitt biðlistanúmer á “mínum síðum” á bjargibudafelag.is. Ein númeraröð er fyrir alla óháð íbúðartegund eða staðsetningu.
Modulus tekur að sér að byggja 33 íbúðir við Asparskóga 12, 14 og 16 Akranesi. Íbúðirnar eru í þremur húsum sem eru tvær hæðir hvert. Arkitekt er Svava Björg Jónsdóttir.
Bjarg hefur gert áætlanir um leiguverð fyrir íbúðir félagsins á Móavegi, Urðarbrunni og Akranesi. Áætlun um leigu miðast við verðlag 2018 og áætlanir félagsins um byggingakostnað, vaxtakostnað og kostnað vegna rekstur fasteignanna. Leiguverð verður gefið út þegar íbúðir verða fullbúnar og mun það taka mið af endanlegum byggingarkostnaði. Vextir á langtímafjármögnun mun einnig hafa mikil áhrif á leiguverð en fjármagnskostnaður mun ekki liggja fyrir fyrr en íbúðir fara í leigu.
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um lóðarafhendingu og byggingu 44 nýrra íbúða á Selfossi.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst