10. október 2018

Samningur við MainManager undirritaður

Mainmanager.jpg

Bjarg íbúðafélag hefur gengið frá samningi við MainManager um hugbúnað í tengslum við umsjón og rekstur fasteigna félagsins.

MainManager er veflausn af rýmisstjórnunarhugbúnaði sem býður upp á að hafa miðlæga umsjón með verkefnastýringu og þjónustusamningum, heldur utan um viðhald og viðhaldsáætlanir og vinnur rafrænar skýrslur í tengslum við verkbeiðnir, ábendingar og atvik. Hann býður jafnframt upp á að auka skilvirkni með forgangsröðun aðfanga og kostnaðar, getur gefið út verkbeiðnir, búið til mælikvarða á árangur fyrir hvern þjónustuþátt og fylgst með og stýrt orkunotkun svo fátt eitt sé nefnt.