Grein birtist í blaði stéttarfélaganna desember 16

Nú blasir loksins við að almenningur geti leigt íbúðarhúsnæði til langs tíma og á viðráðanlegu verði. BSRB og ASÍ hafa bundist samtökum um íbúðafélag að danskri fyrirmynd sem hyggst reisa um 1.200 leiguíbúðir. Byrjað verður að leigja íbúðirnar út eftir tvö ár gangi áætlanir eftir. Búast má við að hægt verði að skrá sig á biðlista eftir íbúðum vel fyrir þann tíma. Björn Traustason er framkvæmdastjóri Almenna íbúðafélagsins sem verkalýðsfélögin hafa stofnað á grunni nýrra laga um almennar íbúðir.

5. desember 2016

Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi

Ritað var í gær undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða við Asparskóga á Akranesi. Þeir sem rituðu undir viljayfirlýsinguna voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjarg íbúðafélags, Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ og Árni Stefán Jónsson, varaformaður stjórnar Bjargs og formaður SFR.

15. mars 2018