Bjarg íbúðafélag lækkar leigu hjá 190 leigutökum

Í kjölfar nýlegrar endurfjármögnunar og endurskoðun rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn Reykjavík mun félagið um næstu mánaðarmót lækka leigu hjá 190 leigutökum félagsins. Mun meðalleiga hjá þessum leigutökum lækka um 14%, úr um 180.000 í 155.000.

21. maí 2021

Bjarg fær vilyrði fyrir lóðum á tveimur nýjum stöðum í borginni

Borgarráð hefur samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir lóðum undir fjölbýlishús á tveimur stöðum í borginni. Um er að ræða lóð á horni Háaleitisbrautar og Safamýrar, gegnt verslunarmiðstöðinni Miðbæ og lóð við Seljakirkju í Breiðholti.

20. apríl 2021