14. nóvember 2022

Fyrsta skóflustunga tekin að 60 nýjum íbúðum Bjargs í Brekknaási

20221114_131132.jpg
Fyrsta skóflustungan (F.v.) Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Bjargs, Anna Kristín Björnsdóttir, fjármálafulltrúi Bjargs, Selma Unnsteinsdóttir, verkefnastjóri Bjargs, Dagur B. Eggertsson, Borgarstjóri Reykjavíkur, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Valdimar Grímsson, framkvæmdastjóri Húsvirkja og Ingþór Óli Thorlacius, byggingastjóri Húsvirkja. 

Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að 60 leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun reisa í Árbæ við Selásbraut og Brekknaás. 

Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja, á stærðarbilinu 54-106 m², í fimm tveggja hæða fjölbýlishúsum. Staðsetningin þykir góð með tilliti til útivistar og tenginga við stofnbrautir, skóla og leikskóla, sundlaugar og hestaíþróttir. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna en taka þarf sérstaklega fram í umsókn ef óskað er eftir slíkri íbúð.

Hönnuður er Svava Jóns hjá Arkitektúr og ráðgjöf og Húsvirki annast byggingarframkvæmdir.

Áætlað er að fyrstu íbúðir verði tilbúnar veturinn 2023 – 2024 og opnað verður fyrir umsóknir á vormánuðum 2023.

Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna hér.

Kortasjá íbúðauppbyggingar https://husnaedisuppbygging.reykjavik.is/