Umsókn um íbúð gerist í tveimur skrefum

1. Fyrst skráir umsækjandi sig inn á biðlista hjá Bjargi íbúðafélagi. Eingöngu er tekið við skráningum rafrænt í gegnum "mínar síður" hér á heimasíðu Bjargs. Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla félagsgjalds er frágengin. Undantekning var að þeir sem skráðu sig fyrir 31. júlí 2018 fóru í pott og var umsækjendum sem þá höfðu skráð sig raðað í númeraröð með útdrætti.

2. Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla á biðlista með nánari upplýsingum. Ef áhugi er á tiltekinni staðsetningu þarf umsækjandi að senda inn umsókn. Eingöngu er tekið við umsóknum rafrænt í gegnum "mínar síður" hér á heimasíðu Bjargs. Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs, sbr. gr. 4 í úthlutunarreglum.

Leiðbeiningar um skref 1, skráningu á biðlista

Skráið inn allar upplýsingar eins nákvæmlega og unnt er. Heimilt er að vísa umsókn frá ef hún er talin ófullnægjandi eða ef fram kemur að upplýsingar reynast rangar.

Með skráningu á biðlista gefur umsækjandi Bjargi íbúðafélagi heimild, ef til úthlutunar kemur, að sannreyna uppgefnar upplýsingar og senda inn fyrirspurn um tekjur og eignir til Ríkisskattstjóra, lögheimili, fjölskyldustærð eða barnafjölda til Þjóðskrár og stéttarfélagsaðild til þess stéttarfélags sem skráð er í umsókn. 

Umsækjendur bera sjálfir ábyrgð á að þeir uppfylli öll skilyrði um úthlutun svo skoða þarf vel hver þau skilyrði eru í úthlutunarreglum Bjargs, 1. gr. Ekki er staðfest fyrr en við úthlutun hvort umsækjandi uppfylli í reynd öll skilyrði fyrir úthlutun.

Við skráningu á biðlista þarf umsækjandi að greiða skráningargjald skv. gjaldskrá.
Skráningu á biðlista þarf umsækjandi að staðfesta árlega með því að greiða félagsgjald samkvæmt gjaldskrá. Gjöld þessi eru óafturkræf.

Staða umsækjanda á biðlista er fyrst virk þegar búið er að greiða skráningargjaldið og frá þeim tíma sem það er greitt. Sé félagsgjald ekki greitt fellur umsækjandi af biðlista.

Ef óskað er eftir íbúð sem heimilar gæludýrahald þarf að haka við það. Sömuleiðis þarf að haka við ef óskað er eftir að vera í húsi án alls gæludýrahalds. Hafa þarf í huga að íbúðir sem heimila gæludýrahald eru hlutfallslega fáar og því þarf að reikna með töluverðum biðtíma.

Athugið að skráning á biðlista er ekki umsókn um íbúð, Bjarg íbúðafélag sendir upplýsingar um íbúðir eftir því sem þær eru lausar til umsóknar. Við úthlutun ræður lægsta númer á biðlista.

Leiðbeiningar um  skref 2, umsókn um íbúðartegund á tilteknum stað

Þegar íbúðir eru lausar til umsóknar sendir Bjarg póst á alla á biðlista með nánari upplýsingum. Ef áhugi er á tiltekinni staðsetningu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun, hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs. 

Yfirfarið vel skráningu á biðlista og uppfærið ef þörf er á. Ekki er hægt að gera breytingar á skráningu eftir að umsókn hefur verið send inn. Skráið því inn allar upplýsingar eins nákvæmlega og unnt er. Bjarg staðfestir ekki fyrr en við úthlutun hvort umsækjandi uppfylli í reynd öll skilyrði fyrir úthlutun.

Athugið að einungis barnafólk getur sótt um fjölskylduíbúð (3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir).

Sótt er um ákveðna íbúðartegund/íbúðarstærð í tilteknu húsi, ekki er hægt að velja ákveðnar íbúðir sérstaklega.

Með því að senda inn umsókn gefur umsækjandi Bjargi íbúðafélagi heimild, ef til úthlutunar kemur, að sannreyna uppgefnar upplýsingar og senda inn fyrirspurn um tekjur og eignir til Ríkisskattstjóra, lögheimili, fjölskyldustærð eða barnafjölda til Þjóðskrár og stéttarfélagsaðild til þess stéttarfélags sem skráð er í umsókn. 

Mikilvægt er að auðvelt sé að ná í umsækjendur ef viðkomandi kemur til greina fyrir úthlutun. Umsækjendur hafa svo 7 daga til að staðfesta tilboð sem berst og greiða staðfestingargjald, kr. 30.000, en að þeim tíma liðnum fellur tilboðið niður hafi því ekki verið svarað. Staðfestingargjald þetta gengur upp í tryggingu sem liggja þarf fyrir við undirritun leigusamningsins, en tryggingin jafngildir 3ja mánaða leigu.

Umsókn mín er á bið - hvað á ég að gera?

Sækja um íbúð