Hér má finna ástæður þess að umsókn er skráð á bið og hvað þú þarf að gera:

 

Ástæða 1: Vantar gögn

Þú ættir að hafa fengið póst þar sem fram kemur hvaða gögn vantar, gott að leita eftir "Bjarg íbúðafélag" í póshólfinu þínu og finna þann póst. Til að hægt sé að vinna umsóknina þína áfram þarf að skila inn nauðsynlegum gögnum. 

Staðfesting um þungun er læknisvottorð þar sem kemur fram að viðkomandi sé barnshafandi. Vottorðið heitir “vottorð vegna væntanlegrar barnsfæðingar.” Yfirleitt er hægt að nálgast þessar upplýsingar án kostnaðar á Heilsuveru.is. Innskráning þar er með með rafrænum skilríkjum og þar ætti að vera að finna upplýsingar um barnið/meðgönguna. Hægrismellt með músinni á "prenta/print" og ýtt á "save as PDF/vista sem PDF." Skjal vistað sem PDF skjalið á öruggum stað og sent á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is. Athugið að koma þarf fram á þessu skjali að um þungun sé að ræða og þarf nafnið foreldra/foreldris þarf að koma þar skýrt fram.

Sameiginlega forsjá er yfirleitt hægt að nálgast þér að kostnaðarlausu inn á island.is. Þar skráir þú þig inn með rafrænum skilríkum. Næst ferðu í "mínar upplýsingar" og ýtir þar á "skoða upplýsingar" við hliðina á nafni barnsins. Þá opnast nýr gluggi þar sem upplýsingar um barnið koma fram. Hægrismellt með músinni á "prenta/print" og ýtt á "save as PDF/vista sem PDF." Skjal vistað sem PDF skjalið á öruggum stað og sent á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is. Athugaðu að það þarf að koma fram á þessu skjali að um sameiginlega forsjá sé að ræða og þá þarf nafnið þitt einnig að koma þar fram. 

Fæðingarvottorð þarf að senda til að hægt sé að tengja saman tvo fullorðna í fjölskyldu. Ef t.d. móðir þín er leigutaki með þér, þarft þú að senda þitt fæðingarvottorð þar sem fram kemur nafn móður þinnar.

Skattaframtal er hægt að sækja inn á rsk.is.

Ástæða 2: Stéttarfélagsaðild er ekki fullnægjandi

Við vinnu við umsókn þína virðist sem stéttarfélagsaðild hafi ekki verið fullnægjandi á þeim tímapunkti en úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun. Fullgildir félagsmenn sem eru tímabundið frá vinnu, í allt að 12 mánuði, vegna fæðingarorlofs eða veikinda halda réttindum sínum.

Þú getur séð aðildarfélögin á heimasíðu ASÍ og BSRB.

Hér sérðu aðildafélög ASÍ.

Hér sérðu aðildafélög BSRB.

Ef þú ert óviss með hvort stéttarfélagið sé innan ASÍ eða BSRB þá er best að hafa samband beint við stéttarfélagið.

Þrátt fyrir að umsækjandi uppfylli ekki skilyrðin í dag má endurskoða umsóknina við seinni úthlutunir, en e.t.v. uppfyllir umsækjandi á öðrum tímapunkti skilyrðin. Umsækjandi er því hvattur til að viðhalda biðlistanúmeri sínu ef hann sér fram á að uppfylla skilyrðin seinna. Allar úthlutanir Bargs eru út frá biðlistanúmerum og öllum uppfylltum skilyrðum.

Ef þú ert með spurningar þessu tengdu eða telur að hér sé ekki um réttar upplýsingar að ræða skal senda póst á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is

 

Ástæða 3: Vantar samþykki fyrir uppflettingu hjá RSK (Dokobit)

Lög um “Almennar íbúðir” kveða á um ákveðin tekju- og eignaviðmið settum af Velferðarráðuneytinu og eru þau viðmið endurskoðuð reglulega. Til að geta metið hvort Bjargi sé heimilt að úthluta umsækjenda íbúð þarf Bjarg því að fletta upp síðasta skattaframtali umsækjanda eða skoða staðgreiðslu undarfarinna mánaða hjá RSK.

Umsækjandi þarf að veita samþykki fyrir slíkri uppflettingu en það samþykki hefur ekki borist í þínu tilfelli. Þú ættir að hafa fengið sent til þín skjal til rafrænnar undirritunar með forritinu Dokobit. Gott getur verið að slá inn leitarorðið “Dokobit” í pósthólfinu þínu en ef langt er um liðið gæti verið að Bjarg þurfi að virkja skjalið að nýju, í því tilfelli þarf að senda póst á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is

 

Ástæða 4: Umsækjandi hefur sjálfur óskað eftir að umsókn sé sett á bið

Hér hefur umsækjandi sjálfur óskað eftir að umsókn hans verði sett á bið af einhverjum ástæðum. Senda þarf póst á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is til að virkja umsóknina að nýju.

 

Ástæða 5: Of háar eignir, ekki heimilt að úthluta

Ekki er heimilt að úthluta íbúð Bjargs íbúðafélags þar sem eignir eru of háar samkvæmt síðasta skattframtali. Eignir skulu ekki fara yfir ákveðna fjárhæð samkvæmt reglugerð frá Velferðarráðuneytinu, https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/0555-2016

Sjá einnig á heimasíðu Bjargs íbúðafélags https://www.bjargibudafelag.is/leiga/

Eignamörkin eru uppfærð árlega. Það er mikilvægt að viðhalda biðlistanúmerinu til að eiga möguleika á úthlutun síðar en úthlutað er til þeirra umsækjenda sem lægst hafa númer samkvæmt biðlistaskráningu, að teknu tilliti til forgangs og að uppfylltum almennum skilyrðum fyrir úthlutun samkvæmt úthlutunarreglum Bjargs.

 

Ástæða 6: Of miklar tekjur, ekki heimilt að úthluta

Ekki er heimilt að úthluta íbúð Bjargs íbúðafélags þar sem tekjur eru of háar samkvæmt síðasta skattframtali. Tekjur mega ekki fara yfir ákveðna fjárhæð samkvæmt reglugerð frá Velferðarráðuneytinu, https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/0555-2016

Sjá einnig á heimasíðu Bjargs íbúðafélags https://www.bjargibudafelag.is/leiga/

Teljir þú að síðasta skattaframtal sýni ekki rétta stöðu er hægt að skoða staðgreiðslu sl.12 mánaða, sendu póst á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is ef þú telur að nýrri skoðun tekna sýni raunhæfari niðurstöðu.

Tekjuviðmið eru uppfærð árlega. Það er mikilvægt að viðhalda biðlistanúmerinu til að eiga möguleika á úthlutun síðar en úthlutað er til þeirra umsækjenda sem lægst hafa númer samkvæmt biðlistaskráningu, að teknu tilliti til forgangs og að uppfylltum almennum skilyrðum fyrir úthlutun samkvæmt úthlutunarreglum Bjargs.

 

Ástæða 7: Of lágar tekjur, ekki heimilt að úthluta

Ekki er heimilt að úthluta íbúð Bjargs íbúðafélags ef tekjur eru of lágar samkvæmt síðasta skattframtali. En fari hlutfall leigu yfir 30% af launum er metið að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi.

Teljir þú að síðasta skattaframtal sýni ekki rétta stöðu er hægt að skoða staðgreiðslu sl.12 mánaða ef þú telur að sú skoðun sýni raunhæfari niðurstöðu. Sömuleiðis, ef þú ert að fá sérstakan húsnæðisstuðning þá er hægt að líta til hans við matið. Sendu póst á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is ef annað hvort þessara atriða á við.

Þá er mikilvægt að viðhalda biðlistanúmerinu til að eiga möguleika á úthlutun síðar en úthlutað er til þeirra umsækjenda sem lægst hafa númer samkvæmt biðlistaskráningu, að teknu tilliti til forgangs og að uppfylltum almennum skilyrðum fyrir úthlutun samkvæmt úthlutunarreglum Bjargs.