Tangabryggja 1 í Bryggjuhverfi, Reykjavík

Stúdóíbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 0
  • Stærð íbúða: 35,8
  • Fjöldi íbúða: 1

Stúdíóíbúðin í Hraunbæ er 35,8 m² og skiptist hún í alrými með eldhúsi, svefnrými og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í íbúðinni er fataskápur.

2ja herbergja íbúð

2ja herbergja íbúðirnar eru frá 48,2 -49,1 m² . Þær skiptast í eitt svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í svefnherbergi er fataskápur.

3ja herbergja íbúð

Þriggja herbergja íbúðirnar eru frá 76,6 m² (minnstu) og að 85,1 m² (stærstu), tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Flestar íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Geymslurými er innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

4ra herbergja íbúð

4ra herbergja íbúðirnar eru frá 76,6 m² (minnstu) og að 92,6 m² (stærstu), þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Geymslurými er  innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

Umhverfið

Þetta nýja hverfi er eitt umfangs- og metnaðarfyllsta uppbyggingarverkefni borgarinnar. Skipulag hverfisins byggir á sjálfbærni með flesta þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur nýjum grunnskólum auk nokkurra leikskóla. Verslun og þjónusta er á á jarðhæðum við Bryggjutorg en torgið skapar miðpunkt innan hverfisins. Lögð er áhersla á góðar almenningssamgöngur en Borgarlínan kemur til með að liggja í gegnum svæðið með stoppi á Krossmýrartorgi sem er ein helsta skiptistöð Borgarlínunnar.

Mikilvægur þáttur í hverfinu er aðgengi að sjónum og fjörunni. Hverfið býður upp á einsktakt aðgengi að útivist um fjörur, sanda og bryggjur. Þá þykir svæðið allt afar skjólsælt og góðar göngu- og hjólaleiðir eru til nærliggjandi svæði, t.d. að Geirsnefi og í Elliðaárdal. Áhersla er lögð á gróðursetningu trjágróðus og mun hverfið allt hafi grænt yfirbragð, en einnig er stefnt á blágrænar ofanvatnslausnir. Gert er ráð fyrir sundlaug í hverfinu.

Kynning á hverfinu, af vef Reykjavíkurborgar

Nýr og grænn borgarhluti í mótun

Sækja um íbúð