Nónhamar og Hringhamar, í Hafnarfirði

Um er að ræða fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði. Við hönnun og skipulag hverfisins var áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í alla þjónustu og mikil nálægð er við fallega náttúru og útivistarsvæði.

Hverfisskólarnir, Skarðshlíðarskóli og Skarðshlíðarleikskóli eru undir sama þaki. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar starfar einnig í húsnæðinu.

Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari. Ný mislæg gatnamót eru komin í notkun auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar lauk síðla hausts 2020. Ásvallabraut er í uppbyggingu og mun hún greiða fyrir umferð til og frá hverfinu. Við hönnun og skipulag hverfisins er áhersla lögð á heildrænar götumyndir og vistvænt skipulag og eru gönguleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni öruggar og góðar.

Skrá mig á biðlista hjá Bjargi