
Nónhamar og Hringhamar, í Hafnarfirði
Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu á 148 íbúðum Bjargs við Nónhamar og Hringhamar, í Hafnarfirði.
Reiknað er með að fyrstu íbúðir verði tilbúnar 1. janúar 2023 og þær síðustu 1. september 2023. Sjá nánar hér um áætlaðar afhendingar og vinnu við umsóknir.
Um er að ræða 2ja-5 herbergja íbúðir. Gæludýrahald er heimilt í hluta íbúða á jarðhæðum en sækja þarf um þær íbúðir sérstaklega. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
- Garðurinn er að hluta til ósnert hraun með mosa og í garðinum verða moltuker. Auka nettenglar verða í öllum íbúðum. Litlar geymslur í kjallara fylgja hverri íbúð. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla í kjallara.
Bílastæði eru 0,9 per íbúð.
Hér má sjá hvar Hamranes í Hafnarfirði er á korti.
2ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 49,2-62,9 m²
- Fjöldi íbúða: 66
2ja herbergja íbúðirnar eru 49,2-62,9 m². Flestar 2ja herbergja íbúðirnar eru með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð, þá er anddyri, alrými með eldhúsi og baðherbergi. Tvær íbúðanna eru með lokuðu svefnherbergi. Geymslurými er í kjallara og í íbúðinni er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
3ja herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 68,9 m² - 72,5m²
- Fjöldi íbúða: 58
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 68,9 m² - 72,5 m² . Þær skiptast í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
4ra herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 77,0-88,4 m²
- Fjöldi íbúða: 20
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 77,0-88,4 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.
5 herbergja íbúð
- Fjöldi svefnherbergja: 4
- Stærð íbúða: 98,4 m²
- Fjöldi íbúða: 4
Fimm herbergja íbúðirnar eru 99,3 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Um er að ræða fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði. Við hönnun og skipulag hverfisins var áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í alla þjónustu og mikil nálægð er við fallega náttúru og útivistarsvæði.
Hverfisskólarnir, Skarðshlíðarskóli og Skarðshlíðarleikskóli eru undir sama þaki. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar starfar einnig í húsnæðinu.
Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari. Ný mislæg gatnamót eru komin í notkun auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar lauk síðla hausts 2020. Ásvallabraut er í uppbyggingu og mun hún greiða fyrir umferð til og frá hverfinu. Við hönnun og skipulag hverfisins er áhersla lögð á heildrænar götumyndir og vistvænt skipulag og eru gönguleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni öruggar og góðar.