Keilisholt 1, Vogar
5 hæða fjölbýlishús við Keilisholt 1, Vogum (Reykjanes). Bjarg hefur fest kaup á 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðum í húsinu. Hér má sjá Keilisholt 1, Vogum á korti.
Smelltu hér til að skoða síðu Keilisholts
Gæludýr eru leyfð í hluta íbúðanna og merkja þarf sérstaklega við í umsókn ef sótt er um íbúð sem heimilar gæludýrahald. Íbúðir Bjargs eru ekki leigðar með húsgögnum.
Íbúðirnar í Keilisholti voru keyptar og ætlaðar fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru því út frá a) póstnúmeri 240, b) biðlistanúmeri, c) fjölskyldustærð og d) að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru út frá eftirfarandi:
a) póstnúmeri 240
b) biðlistanúmeri
c) fjölskyldustærð
d) Uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. er eiganda íbúðarinnar heimilt að leigja hana til leigjanda sem er yfir tekju- og eignamörkunum. Heimilt er að krefjast markaðsleigu. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs.
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda frá Grindavík (aðila á lista Almannavarna vegna rýmingar í Grindavík) er heimilt að úthluta út frá almennum skilyrðum Bjargs varðandi úhlutun. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til 18 mánaða.
Lausar íbúðir
Eftirfarandi íbúð er laus til umsóknar:
Íbúð 401: 4. hæð. 110 m². Svalir í austur. Þvottahús innan íbúðar, geymsla í sameign. Leiguverð á mánuði kr. 307.965 tengt vísitölu neysluverðs í ágúst 2024.
Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, 4 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Geymsla á 1. hæð og sameiginleg vagna- og hjólageymsla á 1. hæð. Eldhús skilast með ísskáp, uppþvottavél og eldunarofni og helluborði. Upphaf leigu 15. september 2024.
Skipulag
Innréttingar í öllum íbúðum eru HTH innréttingar frá Ormsson.
Rafmagnstæki eru af gerðinni AEG. Eldhús skilast með ísskáp, uppþvottavél og eldunarofni og helluborði.
Gólfefni á íbúðum eru vandað harðparket ásamt hljóðdúk, en flísar eru á gólfi í votrýmum.