
Hraunbær 133, Reykjavík
Bjarg íbúðafélag byggir 64 íbúðir við Hraunbæ 133. Íbúðirnar eru að mestu leiti í lyftuhúsum sem eru þrjár til fimm hæðir, nokkrar íbúðanna eru þó í litlu tveggja hæða fjölbýli þar sem íbúðir eru á tveimur hæðum. Afhendingar og upphaf leigu verða í lok árs 2022 og upphafi árs 2023. Sjá nánar hér um áætlaðar afhendingar og vinnu við umsóknir.
Gæludýrahald er heimilt í hluta íbúða á jarðhæðum en sækja þarf um þær íbúðir sérstaklega. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Um verður að ræða 2ja - 6 herbergja íbúðir. Hluti íbúðanna er með svalalokun.
Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs, sbr. gr. 4 í úthlutunarreglum.
Félagsbústaðir á og leigir út 20% íbúða í húsunum á móti Bjargi íbúðafélagi.
Tveggja herbergja íbúðir
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 51,4-51,8 m² og skiptast í anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er ýmist í skápum innan íbúðar eða geymslurými í sameign. Fataskápur er í svefnherbergi.
Þriggja herbergja íbúðir
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 71,5- 78 m². Í þeim er anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er ýmist í skápum innan íbúðar eða geymslurými í sameign. Fataskápur er í hjónaherbergi.
Fjögurra herbergja íbúðir
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 87,5 - 92,5 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er ýmist í skápum innan íbúðar eða geymslurými í sameign. Fataskápur er í hjónaherbergi. Íbúðir í matshluta 2 eru á tveimur hæðum.
Fimm herbergja íbúðir
Fimm herbergja íbúðirnar eru 108,5-110,5 m². Í þeim er anddyri, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er ýmist í skápum innan íbúðar eða geymslurými í sameign. Fataskápur er í hjónaherbergi. Ein íbúðanna er á tveimur hæðum.
Sex herbergja íbúð
Ein 6 herbergja íbúð er í Hraunbæ 133, hún er 124 m². Íbúðin er endaíbúð með sérafnotareitur og svalir í suður. Íbúðin á tveimur hæðum, alrými á jarðhæð og eitt svefnherbergi. Önnur herbergi og salerni á efri hæð. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi.