Ársreikningur 2020

Starfsemi félagsins er tvíþættur, fasteignaþróun og leiga íbúða.

Meðan félagið er í uppbyggingarfasa er stór hluti rekstrar vegna byggingar nýrra íbúða. Leigu hluti félagsins mun stækka samhliða aukinni útleigu.

Mikill vöxtur var á árinu en eignir Bjargs í lok árs voru 21.158 millj.kr. en voru 12.750 í byrjun árs. Eigið fé félagsins var jákvætt um 7.187 millj.kr. en var um 4.244 millj.kr. í byrjun árs.

Fjárfestingareignir í eigu félagsins eru að mestu á framkvæmdastigi en hluti þriggja verka var til búinn til útleigu innan 2019. Þar sem endanlegur kostnaður liggur fyrir og verklok eru fyrir áramót eru verk færð upp á gangvirði annars eru fjárfestingar eignir færðar á kostnaðar verði.

Um áramót voru 167 íbúðir í leigu og 726 íbúðir í byggingu og þróun.

Viðhaldssjóður er færður til að standa undir eðlilegu viðhaldi og nauðsynlegum endurbótum á almennum íbúðum og fasteignum sem þær tilheyra.

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður félagsins 1.105.795 millj.kr.á árið 2020. 927 millj. af hagnaði kemur til vegna mismunar á markaðsvirði og byggingarkostnaðar fasteigna. Þessi matsbreyting hefur ekki áhrif á leiguverð þar sem leiga er reiknuð útfrá byggingarkostnaði. Annar hagnaður kemur til vegna stöðu framkvæmda sem eru í vinnslu. Leigustarfsemi félagsins er rekin án hagnaðar og hagræðingu skilað til leigutaka.

Við mat á íbúðum félagsins er stuðst við opinbert fasteignamat. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands er fasteignamat gangverð sem ætla má að eign hefði haft í kaupum og sölum. Með þessari aðferð er gegnsæi í virði eignasafns Bjargs og þróun verðtryggða lána sýnt í réttu samhengi við virði íbúða.

Áhrif faraldurs vegna COVID19 veirunnar á íslenskt efnahagslíf og fjármálamarkaði eru víðtæk og mikil óvissa ríkir um framhaldið. Ekki er fyrirséð um áhrif faraldursins á starfsemi félagsins sem að mati stjórnar og framkvæmdastjóra hafa ekki komið fram vísbendingar við undirritun ársreiknings þess efnis að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins.

Ársreikningur 2020 (pdf)

Ársreikningur 2019 (pdf)

 - skýringar með ársreikningi 2019