Leigutakar geta sent inn ábendingar rafrænt inn á heimasíðu Bjargs.

Eftirfarandi á að birtast þeim sem skráðir eru leigutakar þegar þeir fara inn á "mínar síður"

 

 

Til að senda inn ábendingu smellir þú á hnappinn „Senda viðhaldsbeiðni til Bjargs“ inná mínum síðum.

Þá birtist gluggi með þínu íbúðarnúmeri, gott er að fylla inn símanúmer, tölvupóstfang og lýsa biluninni nánar í athugasemdum.

Velja þarf það atriði úr Yfirflokki sem á best við t.d Pípulagnir.

Í undirflokki er svo valið atriði til að skilgreina enn betur t.d Blöndunartæki – eldhúsi (sjá mynd 1).

Til að hengja myndir við er smellt á bréfaklemmuna þá opnast gluggi þar sem hægt er að senda mynd/ir.

Að lokum er mikilvægt að smella á hnappinn neðst í hægra horninu til að senda.