Urðarbrunnur í Reykjavík

2ja herbergja íbúð laus til leigu í Urðarbrunni 33 (nr. 105)

Upphaf leigu er 15. nóvember 2025

Íbúðin er 44,6 m² og er á jarðhæð. Sérafnotasvæði í suður.

Íbúðin skiptist í anddyri, svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymsluskápur er innan íbúðar og fataskápur í hjónaherbergi. Sameignileg vagna- og hjólageymsla er á jarðhæð.

Eitt gæludýr er heimilað í íbúðinni. Sjá nánar um reglur Bjargs um gæludýrahald hér.

Áætlað leiguverð er kr. 152.204 á mánuðitengt vísitölu neysluverðs mánaðarlega, með grunn í júlí 2025. Leigutakar eiga almennt rétt á húsnæðisbótum og í einhverjum tilfellum sérstökum húsnæðisstuðningi til að koma til móts við leigugjaldið. 

Hlutfall íbúðar í sameiginlegum kostnaði er kr. 13.423 á mánuði.

Hér má sjá 360° myndir af dæmigerðri 2ja herbergja íbúð í Urðarbrunni. Athugið að íbúðirnar eru ólíkar að stærð og skipulagi.

Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem hefur lægsta númer á biðlista hjá Bjargi og uppfyllir öll skilyrði um úthlutun; hefur greitt til stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB í a.mk. 16 mánuð, litið til sl. 24 mánuði við úthlutun og er innan tekjumarka og eignamarka, þá að skattskyldar tekjur séu ekki hærri en 8.686.000/12.161.000 (einstaklingur/hjón) auk kr. 2.172.000 fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu, skv. síðasta skattaframtali. Heildareign heimilis má ekki vera hærri en 9.386.000 kr.

Til að koma til greina fyrir úthlutun þarf að haka við staðsetningu og íbúð á "mínum síðum" á heimasíðu Bjargs fyrir mánudaginn, 7. júlí 2025.

Færa mig á umsóknarsíðu

Stúdíóíbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 1
  • Stærð íbúða: 46,1-49,1m²
  • Fjöldi íbúða: 11

Stúdíóíbúðirnar í Urðarbrunni eru 46,1 - 49,1m² og skiptist þær í alrými með eldhúsi, afstúkað svefnrými og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í íbúðinni er fataskápur.

2ja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 1
  • Stærð íbúða: 36,6 - 49,1 m²
  • Fjöldi íbúða: 21

Tveggja herbergja íbúðirnar eru frá 36,6 - 49,1 m². Í þeim er eitt herbergi, eldhúskrókur og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í íbúðinni er fataskápur.

Hér má sjá 360° myndir af dæmigerðri 2ja herbergja íbúð í Urðarbrunni.

3ja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 2
  • Stærð íbúða: 56,8-74,3 m²
  • Fjöldi íbúða: 19

Þriggja herbergja íbúðirnar eru frá 56,8 - 74,3 m². Þær skiptast í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

Hér má sjá myndband tekið úr 3ja herbergja íbúð í Urðarbrunni 130 (68,2 m²).

Hér má sjá 360° myndir teknar úr 3ja herbergja íbúð í Urðarbrunni 130 (68,2 m²).

4ra herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 3
  • Stærð íbúða: 82,7 - 95,6 m²
  • Fjöldi íbúða: 22

Fjögurra herbergja íbúðirnar eru frá 82,7 - 95,6 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, eldhús/stofu og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

Myndbönd:

Hér má sjá myndband tekið í Urðarbrunni 132 (nr. 110, 95,3 m²).

Hér má sjá myndband tekið í Urðarbrunni 130 (nr. 404, 89,9 m2).

Hér má sjá myndband tekið í Urðarbrunni 33 (nr. 403, 82,7 m²)

360° myndir:

Hér má sjá 360° myndir teknar í Urðarbrunni 132 (nr. 110, 95,3 m²).

Hér má sjá 360° myndir teknar í Urðarbrunni 130 (nr. 404, 89,9 ).

Hér má sjá 360° myndir teknar í Urðarbrunni 33 (nr. 403, 82,7 m²).

5 herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 4
  • Stærð íbúða: U.þ.b. 113 m²
  • Fjöldi íbúða: 4

Fimm herbergja íbúðirnar eru 113,8 m², um er að ræða fjögur svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

Hér má sjá 360° myndir teknar úr dæmigerðri 5 herbergja íbúð í Urðarbrunni.

Umhverfið

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna og í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn og Hólmsheiðin. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í þremur leikskólum, tveimur grunnskólum og tveimur frístundaheimilum, öflugri félagsmiðstöð og íþróttafélaginu Fram.

Fyrir leigutaka í Urðarbrunni