Tangabryggja 1-3 í Bryggjuhverfi, Reykjavík

3ja herbergja íbúð laus til leigu í Tangabryggju 3 (nr. 208)

Upphaf leigu er 15. september 2025.

Íbúðin er 85,1 m² og er á tveimur hæðum, engin lyfta er í húsinu.

Gengið er upp á aðra hæð utanhúss og þar inn í íbúðina. Á neðri hæð íbúðar (annarri hæð í húsinu) er alrými og eldhús. Gengið er út á svalir sem snúa í austur. Stigi er upp á aðra hæð íbúðar (þriðju hæð í húsinu) þar sem svefnherbergin eru og baðherbergi. Gengið er út á minni svalir út úr hjónaherbergi. Þær svalir snúa einnig í austur. Fataskápur er í hjónaherbergi og geymslurými eru undir stiganum, á neðri hæð íbúðar, hliðina á eldhúsi. 

Sameiginlega hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð í húsinu.

Gæludýr eru ekki heimiluð í íbúðinni. 

Áætlað leiguverð er kr. 252.266 á mánuði, tengt vísitölu neysluverðs mánaðarlega, með grunn í júlí 2025. Leigutakar eiga almennt rétt á húsnæðisbótum og í einhverjum tilfellum sérstökum húsnæðisstuðningi til að koma til móts við leigugjaldið. 

Hlutfall íbúðar í sameiginlegum kostnaði er kr. 12.810 á mánuði.

Hér má sjá myndband úr sambærilegri 3ja herbergja íbúð í Tangabryggju 3 (nr. 207, 85,1 m²) - athugið að íbúðirnar speglast
Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 3ja herbergja íbúð í Tangabryggju 3 (nr. 207, 85,1 m²) - athugið að íbúðirnar speglast

Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem hefur lægsta númer á biðlista hjá Bjargi og uppfyllir öll skilyrði um úthlutun; hefur greitt til stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB í a.mk. 16 mánuð, litið til sl. 24 mánuði við úthlutun og er innan tekjumarka og eignamarka, þá að skattskyldar tekjur séu ekki hærri en 8.686.000/12.161.000 (einstaklingur/hjón) auk kr. 2.172.000 fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu, skv. síðasta skattaframtali. Heildareign heimilis má ekki vera hærri en 9.386.000 kr.

Til að koma til greina fyrir úthlutun þarf að haka við staðsetningu og íbúð á "mínum síðum" á heimasíðu Bjargs fyrir föstudaginn, 4. júlí 2025.

Sækja um íbúð

Stúdíóíbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 0
  • Stærð íbúða: 35,8
  • Fjöldi íbúða: 1

Stúdíóíbúðin er 35,8 m² og skiptist hún í alrými með eldhúsi, svefnrými og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í íbúðinni er fataskápur.

2ja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 1
  • Stærð íbúða: 48,2 - 49,1 m²
  • Fjöldi íbúða: 8

2ja herbergja íbúðirnar eru frá 48,2 - 49,1 m². Þær skiptast í eitt svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og í svefnherbergi er fataskápur.

Myndbönd:

Hér má sjá myndband tekið í Tangabryggju 3 (nr. 101, 49,1 m²)

Hér má sjá myndband tekið úr í Tangabryggju 3 (nr. 102, 48,5 m²)

360° myndir:

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 101, 49,1 m²)

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 102, 48,5 m²)

3ja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 2
  • Stærð íbúða: 76,6 - 85,1 m²
  • Fjöldi íbúða: 8

Þriggja herbergja íbúðirnar eru frá 76,6 - 85,1 m². Þær skiptast í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Flestar íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Geymslurými er innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

Myndbönd:

Hér má sjá myndband tekið í Tangabryggju 3 (nr. 106, 78,6 m²)

Hér má sjá myndband tekið í Tangabryggju 3 (nr. 206,76,6 m²)

Hér má sjá myndband tekið í Tangabryggju 3 (nr. 207, 85,1 m²)

360° myndir:

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 106, 78,6 m²)

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 206, 76,6 m²)

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 207, 85,1 m²)

4ra herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 3
  • Stærð íbúða: 76,6 - 92,6 m²
  • Fjöldi íbúða: 7

Fjögurra herbergja íbúðirnar eru frá 76,6 - 92,6 m². Þar má finna þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Íbúðirnar eru á tveimur hæðum og með tvennum svölum, aðrar svalirnar eru úr alrými og hinar úr svefnherbergi á efri hæð íbúðar. Geymslurými er innan íbúðar og í hjónaherbergi er fataskápur.

Myndbönd:

Hér má sjá myndband tekið í Tangabryggju 3 (nr. 202, 89,8 m²)

Hér má sjá myndband tekið í Tangabryggju 3 (nr. 203,92,6 m²)

360° myndir:

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 202, 89,8 m²)

Hér má sjá 360° myndir teknar í Tangabryggju 3 (nr. 203, 92,6 m²)

Umhverfið

Þetta nýja hverfi er eitt umfangs- og metnaðarfyllsta uppbyggingarverkefni borgarinnar. Skipulag hverfisins byggir á sjálfbærni með flesta þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur nýjum grunnskólum auk nokkurra leikskóla. Verslun og þjónusta er á á jarðhæðum við Bryggjutorg en torgið skapar miðpunkt innan hverfisins. Lögð er áhersla á góðar almenningssamgöngur en Borgarlínan kemur til með að liggja í gegnum svæðið með stoppi á Krossmýrartorgi sem er ein helsta skiptistöð Borgarlínunnar.

Mikilvægur þáttur í hverfinu er aðgengi að sjónum og fjörunni. Hverfið býður upp á einsktakt aðgengi að útivist um fjörur, sanda og bryggjur. Þá þykir svæðið allt afar skjólsælt og góðar göngu- og hjólaleiðir eru til nærliggjandi svæði, t.d. að Geirsnefi og í Elliðaárdal. Áhersla er lögð á gróðursetningu trjágróðus og mun hverfið allt hafi grænt yfirbragð, en einnig er stefnt á blágrænar ofanvatnslausnir. Gert er ráð fyrir sundlaug í hverfinu.

Nýr og grænn borgarhluti í mótun

Fyrir leigutaka í Tangabryggju 1-3