11 íbúðir í tveggja hæða húsi við Bárusker 1 í Suðurnesjabæ (Sandgerði).
Þar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní 2023 og fóru fyrstu íbúðirnar í útleigu í febrúar 2025. Gæludýrahald er heimilt í hluta íbúða á jarðhæðum en sækja þarf um þær íbúðir sérstaklega. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Samkomulag er við Suðurnesjabæ um að þeir hafi til ráðstöfunar hluta íbúðanna í Báruskeri 1.
Hér má sjá Bárusker 1, Sandgerðisbæ á korti.
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 54,0 - 54,1 m² og skiptast þær í anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í sameign (1,42 m²), forstofuskápur í anddyri og fataskápur í svefnherbergi. Afgirtur sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á íbúðum á efri hæð.
Hér má sjá myndband tekið úr svipaðri 2ja herbergja íbúð í Grindavík.
Hér má sjá 360° myndir úr svipaðri 2ja herbergja íbúð í Grindavík.
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 69,7 - 71,9 m² . Í þeim er anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi. Afgirtur sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á íbúðum á efri hæð.
Hér má sjá myndband tekið úr svipaðri 3ja herbergja íbúð í Grindavík.
Hér má sjá 360° myndir úr svipaðri 3ja herbergja íbúð í Grindavík.
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 91,9 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi. Afgirtur sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á íbúðum á efri hæð.
Hér má sjá myndband tekið úr sambærilegri 4ra herbergja íbúð í Grindavík.
Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 4ra herbergja íbúð í Grindavík.
Hér má sjá deiliskipulag svæðisins.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að hafa átt sér stað á framkvæmdatíma.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst