
Safamýri 58-68 í Reykjavík - NÝTT
36 leiguíbúðir verða byggðar í 4ra hæða fjölbýlishúsi við Safamýri 58-68 (við Háleitisbraut), 108 Reykjavík.
Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja í tveimur, 4ra hæða fjölbýlishúsum. Fyrsta skóflustungan var tekin 9. október 2024 og áætlað að íbúðirnar verði tilbúnar til leigu í júní 2026. Áætluð verklok í júlí 2026. Opið er fyrir umsóknir. Sjá frekari upplýsingar um úthlutun hér.
Gæludýr eru heimiluð með skilyrðum í ákveðnum íbúðum á jarðhæð í þessu húsi. Athugið, eingöngu er um að ræða fjórar íbúðir sem heimila gæludýrahald, tvær tveggja og tvær þriggja herbergja íbúðir. Sjá hér nánar reglur Bjargs um gæludýrahald.
Hér má staðsetningu lóðar á korti.
Verktaki: Ístak hf.
Arkitekt: A2F og Gríma arkitektar
Raflagnahönnun: Kriston raflagnahönnun
Verkfræðihönnun: Ferill verkfræðistofa
Lóðarhönnun: Landmótun
2ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 49,0-56,2 m²
- Fjöldi íbúða: 15
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 49,0 - 56,2 m² og eru þær allar með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð. Um er að ræða anddyri, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í íbúðinni er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 í Hafnarfirði (íbúð 404, 49,3 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 í Hafnarfirði (íbúð 404, 49,3 m²)
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
3ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 71,2 - 81,0 m²
- Fjöldi íbúða: 13
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 71,2 - 81,0 m². Um er að ræða anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
4ra herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 93,9 - 97,2 m²
- Fjöldi íbúða: 6
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 93,9 - 97,2 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
5 herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 4
- Stærð íbúða: 116,4 m²
- Fjöldi íbúða: 2
Fimm herbergja íbúðirnar eru 116,4 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
Skipulag
Athugið, 3D myndirnar eru settar inn með fyrirvara. Þær eru ætlaðar til að gefa hugmynd af útliti og skipulagi. Endanlegt útlit, efnisval, litir og frágangur getur tekið breytingum á byggingartíma.
Umhverfi
Staðsetningin þykir góð með tilliti til samgangna, þjónustu og tenginga við stofnbrautir, skóla og leikskóla.
Fyrir leigutaka í Safamýri 58-68
Efnis- og tækjalisti