148 íbúðir í þremur fjögurra hæða sjálfstætt samliggjandi húsum við Nónhamar 1, 3 og 5 og Hringhamar 2 og 4 í Hafnarfirði.
Húsin verða Breeam vottuð.
Í Hringhamri 2-4 eru 64 íbúðir, kjallari með geymslum, hjólageymslu ásamt inntaksrými lagna.
Í Nónhamri 1-3 eru 52 íbúðir, kjallari með geymslum, hjólageymslu ásamt inntaksrými lagna.
Í Nónhamri 5 eru 32 íbúðum, kjallari með geymslum, hjólageymslu ásamt inntaksrými lagna.
Fyrstu íbúðir voru afhentar í desember 2022 og voru verklok í október 2023. Um er að ræða 2ja - 5 herbergja íbúðir. Auka nettenglar verða í öllum íbúðum og fylgja litlar geymslur í kjallara hverri íbúð. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla í kjallara. Garðurinn er að hluta til ósnert hraun með mosa og í garðinum verða moltuker. Bílastæði eru 0,9 per íbúð.
Gæludýrahald er heimilt í hluta íbúða á jarðhæðum en sækja þarf um þær íbúðir sérstaklega. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Hér má sjá hvar Hamranes í Hafnarfirði er á korti.
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 49,2-62,9 m². Flestar 2ja herbergja íbúðirnar eru með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð, þá er anddyri, alrými með eldhúsi og baðherbergi. Tvær íbúðanna eru með lokuðu svefnherbergi. Geymslurými er í kjallara og í íbúðinni er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 5 (nr. 404, 49,3 m²)
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 3 (nr. 112, 62,9 m²)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 5 (nr. 404, 49,3 m²)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 3 (nr. 112 62,9 m²)
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 68,9 - 72,5 m². Þær skiptast í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 5 (nr. 305, 69,2 m², horníbúð, svalir í vestur)
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 5 (nr. 407, 68,9 m², svalir í austur)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 5 (nr. 305, 69,2 m²)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 5 (nr. 407, 68,9 m²)
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 77,0-88,4 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 5 (nr. 308, 88,4 m²)
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 3 (nr. 209, 77 m²)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 3 (nr. 308, 88,4 m²)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 3 (nr. 209, 77 m²)
Fimm herbergja íbúðirnar eru 98,4 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband tekið í Nónhamri 3 (nr. 313)
Hér má sjá 360° myndir teknar í Nónhamri 3 (nr. 313)
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að hafa átt sér stað á framkvæmdatíma.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst