
Hveragerði, Langahraun
10 íbúðir í tveimur raðhúsum í Langahrauni 28-46 í Hveragerði. Um er að ræða sérbýli með litlum garði og allar íbúðir með tveimur bílastæðum. Allar íbúðirnar eru 4ra herbergja (3 svefnherbergi).
- Sérbýli.
- Pallur með skjólvegg er fyrir framan hverja íbúð.
- Við hverja íbúð er frístandandi vagna- og hjólageymsla ásamt óupphitaðri útigeymslu
- Bakatil er innangengt í þvottahús/geymslurými.
- Tvö bílastæði eru á hverja íbúð.
- Fjarlægð frá Reykjavík, 44 km.
Íbúðirnar verða tilbúnar á tveimur dagsetningum; Fyrri afhending, Langhraun 28-36, er áætluð að verði þann 15. ágúst 2022 og seinni afhending, Langahraun 38-46, er áætluð að verði 15. október 2022.
Gæludýrahald verður heimilt í íbúðunum í Langahrauni 28-36 og merkja þarf við í umsókn ef sótt er um íbúð sem heimilar gæludýrahald. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Hér má sjá staðsetningu húsanna á korti.
Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs, sbr. gr. 4 í úthlutunarreglum.
4ra herbergja íbúð
Íbúðirnar eru 92,2-93,6 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla og alrými með eldhúsi.
Fataskápur (3 skápar) í hjónaherbergi en ekki eru fataskápar í öðrum herbergjum.
Í íbúðunum er þvottahús/geymsla þar sem hægt er að ganga beint út í garðinn að norðanverðu.
Geymsluskápar eru í þvottahúsi og þá eru einnig skápar í anddyri.
Hveragerði heillar marga, enda býðst þar þjónusta eins best verður á kosið og náttúran allt um kring er endalaus uppspretta afþreyingar og útivistar.