Áshamar 52, 221 Hafnarfjörður (íbúðir fyrir Grindvíkinga)

Um hverfið

Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sem rís sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallarhverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021. Í hverfinu er gert ráð fyrir grunnskóla, tveimur fjögurra deilda leikskólum auk hjúkrunarheimilis. Uppbygging í hverfinu stendur yfir og hafa frumbyggjar í hverfinu þegar flutt inn.

Staðsetning hverfisins er frábær með tilliti til útivistar á fallegum útivistarsvæðum eins og til dæmis Ástjörn, Helgafelli og Hvaleyarvatni. Þá er stutt í íþróttaiðkun Hauka á Ásvöllum.

Lausar 4ra herbergja íbúðir

Íbúðirnar í Áshamri 52 frá 90-93 m² og eru með ólíku skipulagi. Eftirfarandi íbúðir eru lausar:

Íbúð 312 - staðsetning: 3. hæð. 91,1 m². Svalir í suð-vestur. Leiguverð á mánuði kr. 293.103 tengt vísitölu neysluverðs í apríl 2024. Íbúðin er laus nú þegar. 

Íbúð 503 - staðsetning: 5. hæð /efsta hæð. 92 m² . Svalir í suð-vestur. Útsýni. Leiguverð á mánuði kr. 298.844 tengt vísitölu neysluverðs í apríl 2024. Laus frá 15. maí 2024.

Íbúðirnar í Áshamri 52 eru afhentar fullbúnar með ísskáp. Parket er Quick Step. Baðherbergi flísalagt á alla veggi og gert ráð fyrir þvottavél og barkalausum þurrkara. Íbúðunum fylgir geymsla í kjallara.

Færa mig á umsóknarsíðu