16 íbúðir í Langamóa 1-3 á Akureyri (Móahverfi).
Úthlutun er hafin vegna íbúða í Langamóa 1, enn er opið er fyrir umsóknir vegna íbúða í Langamóa 3.
Sjá frekari upplýsingar um úthlutun hér.
Fyrsta skóflustunga var tekin í apríl 2025 og áætlað að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til leigu í júlí 2026. Áætluð verklok í nóvember 2026.
Um er að ræða tvö hús á tveimur hæðum. Þar má finna tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Gæludýrahald verður leyft í íbúðum á jarðhæð. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Hér má sjá Langamóa á korti.
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 52,0 m² og skiptast þær í anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymsluskápar eru innan íbúðar og fataskápur er í svefnherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 72,4 m² og skiptast þær í anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 91,0 m² og skiptast þær í anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Teikningar eru settar inn með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað á byggingartíma.
Athugið, 3D myndirnar eru settar inn með fyrirvara. Þær eru ætlaðar til að gefa hugmynd af útliti og skipulagi. Endanlegt útlit, efnisval, litir og frágangur getur tekið breytingum á byggingartíma.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst