Bjarg fær úthlutað styrk úr Aski mannvirkjasjóði í annað sinn vegna rannsóknar á nýtingu birtuorku fyrir íbúðarhúsnæði
Árið 2024 veitti Askur – mannvirkjarannsóknasjóður styrk vegna uppsetningar sólarorkuvers á fjölbýlishús í eigu Bjargs. Í febrúar 2025 fékk félagið styrk til framhaldsrannsóknar vegna tengingar rafhlöðulausnar við kerfið með það markmið að nýta orkuna á þeim tíma sem íbúar nota mest rafmagn.