15. mars 2018

Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi

Undirritun-á-Akransesi_15032018_2.png

Með viljayfirlýsingunni veitir Akraneskaupstaður Bjargi íbúðafélagi vilyrði um úthlutun á lóðum að Asparskógum 12, 14 og 16.

„Með und­ir­rit­un yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar er stór skref stigið í að mæta íbú­um Akra­ness með fjölg­un leigu­íbúða en lítið fram­boð hef­ur verið af slík­um síðastliðin ár. Ég er full­ur til­hlökk­un­ar yfir verk­efn­inu og hef mikla trú á því. Við erum hér að mæta fjöl­skyld­um hér í bæ með nýj­um leigu­íbúðum á leigu­verði sem tek­ur mið af tekj­um heim­il­is­ins”, seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son bæj­ar­stjóri á Akranesi.