7. febrúar 2020

Upphaf framkvæmda í Þorlákshöfn

Skóflustunga_Bjarg_Thollo (002).jpg

mynd: dfs.is/gpp

Fyrsta skóflustunga Bjargs íbúðafélags var tekin í Sambyggð14, Þorlákshöfn í gær, en þar mun rísa 12 íbúða, tvílyft fjölbýlishús.

Um er að ræða svokölluð "kubbahús",  vistvænar- og endingagóðar timburbyggingar. 

Verktaki er SG hús og arkitekt er Svava Jóns slf. 

Reiknað er með að upphaf leigu verði 1. október 2020.

Sjá nánar hér um íbúðirnar.