2. janúar 2024

Umsóknir um lausar íbúðir fyrir Grindvíkinga

Grindavík_.jpg

Undanfarið hefur Bjarg íbúðafélag staðfest kaup á íbúðum sem ætlaðar eru fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.

Unnið hefur verið að samningagerð og standsetningu íbúða og eru fyrstu íbúðirnar nú tilbúnar til úthlutunar.

Grindavíkingar geta sótt um hjá Bjargi íbúðafélagi og komið til greina við úthlutun nýrra íbúða.

Sótt er um á mínum síðum á heimasíðu félagsins, innskráning með rafrænum skilríkjum.

Umsækjendur eru þar beðnir um að fylla inn upplýsingar um stéttarfélag, stærð fjölskyldu ofl. Kostnaður við skráningu á biðlista hjá Bjarg er kr. 1.500 og verður skráningargjaldið endurgreitt komi ekki til útlutunar.

Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við þessar íbúðir eru út frá póstnúmeri 240, biðlistanúmeri, fjölskyldustærð og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/

Færa mig á umsóknarsíðu