4. júní 2025
Skóflustunga tekin að 68 leiguíbúðum við Haukahlíð 18 í Reykjavík
Fyrsta skóflustunga var tekin í dag að 69 leiguíbúðum Bjargs við Haukahlíð 18 í Reykjavík. Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í júlí 2027, en íbúðirnar verða afhentar á þremur mismunandi dagsetningum. Opnað verður fyrir umsóknir í september á næsta ári. Sjá frekari upplýsingar um úthlutun hér.
Íbúðirnar eru í 85 íbúða fjölbýlishúsi á 3-5 hæðum með þremur stigahúsum og verða íbúðirnar tveggja til sex herbergja. Bílakjallari verður í húsinu ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna á jarðhæð. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Verktaki: Jáverk ehf.
Sjá nánar um íbúðirnar hér. 



