18. ágúst 2023

Skóflustunga tekin að 4 íbúðum á Hvolsvelli

skóflustunga - Hvolsvöllur.jpg

Fyrsta skóflustunga við Hallgerðartún 69-75 á Hvolsvelli var tekin í dag, 18. ágúst þar sem byggðar verða fjórar 4ra herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð. Um er að ræða sérbýli með litlum garði og allar íbúðir með tveimur bílastæðum. Allar íbúðirnar eru 4ra herbergja (3 svefnherbergi). Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar í apríl 2024. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun september 2023.

Verktaki er Eðalbyggingar og SG hús á Selfossi.

Hér má finna nánari upplýsingar um íbúðirnar á Hvolsvelli.