28. nóvember 2023

Húsnæði fyrir Grindvíkinga

Grindavík_.jpg

Vegna aðstæðna í Grindavík auglýsir Bjarg íbúðafélag eftir nýjum íbúðum á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu eða nágrannasveitarfélögum.

Seljendur eru beðnir um að senda upplýsingar um eignir á bjargibudafelag@bjargibudafelag.is þar sem fram kemur staðsetning, fjöldi íbúða, herbergjafjöldi, stærð og verð.

Eingöngu koma til greina nýjar íbúðir sem eru tilbúnar til notkunar.