29. júní 2021

Fyrsta skóflustunga tekin að íbúðum Bjargs í Hraunbæ 133

2021-06-29 13.05.43.jpg

Fyrsta skóflustunga að íbúðum Bjargs í Hraunbæ 133 var tekin í dag. Þar verða byggðar 64 íbúðir í þriggja til fimm hæða lyftuhúsi. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar fari í útleigu 1. október 2022. Opnað verður fyrir umsóknir í lok árs 2021.

Verktaki er  ÍAV.

Úthlutanir íbúða hjá Bjargi eru út frá númeri á biðlista og skráningar gerast rafrænt í gegnum "mínar síður" hér á heimasíðu Bjargs.