4. desember 2020

Fyrsta skóflustunga tekin á Selfossi vegna 28 nýrra leiguíbúða

Skóflustunga-2.jpg
Fyrsta skóflustungan (F.v.) Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Tómas Ellert Tómasson, yfirverkfræðingur hjá SG húsum, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður Bjargs, Halldóra S. Sveinsdóttir, fomaður Bárunnar og Baldur Pálsson, framkvæmdastjóri SG húsa. 

Skóflustunga að 28 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Heiðarstekk 1 og 3 var tekin í hressandi norðanátt í dag.

Um er að ræða svokölluð "kubbahús",  vistvænar- og endingagóðar timburbyggingar.

Verktaki er SG hús og arkitekt er Svava Jóns slf.

Reiknað er með að upphaf leigu verði á tveimur dagsetingum, sú fyrri í júní 2021 og sú seinni í 1. október 2021. Opið er fyrir umsóknir. 

Umsóknir og nánari upplýsingar um úthlutun og íbúðirnar má finna hér.