10. febrúar 2025

Framkvæmdir síðustu mánuði

Síðustu mánuði hefur Bjarg íbúðafélag afhent 76 íbúðir víða um land.

Síðastliðið sumar afhenti Bjarg seinasta húsið af þremur í Asparskógum 3 á Akranesi, fjórar íbúðir í Hallgerðartúni 69-75 á Hvolsvelli og 10 íbúðir í fyrsta húsi Bjargs af fimm við Brekknaás í Reykjavík. Seinni hús Bjargs við Brekknaás voru afhent á haust- og vetrarmánuðum 2024 og það seinasta nú í upphafi árs, en við Brekknaás eru 48 íbúðir í fimm tveggja hæða húsum.