5. júní 2019

Framkvæmdir hafnar á Akureyri

Akureyri.jpg

Fyrir helgi hófust framkvæmdir við Guðmannshaga 2 á Akureyri þar sem fyrirtækið Lækjarsel mun byggja hús fyrir Bjarg íbúðafélag. Byggingin er fjöleignarhús og er að litlum hluta tveggja hæða með stigahúsi en aðallega er um að ræða þriggja hæða byggingu með lyftu og stigahúsi. Í húsinu verður 31 íbúð.

Arkitektar eru Tendra arkitektar.
Verkfræðingar eru AVH á Akureyri.
Rafhönnun er Raftákn.