19. nóvember 2021

Bjarg og Búseti byggja í Garðabæ

Skóflustunga_19112021.jpg

Í dag var tekin skóflustunga fyrir fjölbýlishús Bjargs og Búseta við Maríugötu Garðabæ.
Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem Bjarg er með 22 leiguíbúðir og Búseti 20 búseturéttaríbúðir. Garðabær leggur til stofnframlag vegna bygginga íbúða Bjargs.
Bjarg og Búseti hafa átt samstarf um hönnun og framkvæmdir verkefnisins og hefur verið samið við ÍAV um heildarverkið.

Á myndinni, séð frá vinstri; Árni Stefán Jónsson stjórnarformaður Bjargs, Jón Ögmundsson stjórnarformaður Búseta, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Almar Guðmundsson Formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, Þóroddur Arnarson forstjóri ÍAV, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjar, Bjarni Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta.