5. ágúst 2021

Bjarg lækkar áfram leigu

Leigulækkun_1.png

Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til íbúðafélagsins Bjargs.

Um er að ræða hagstæða nýja langtímafjármögnun á lánum félagsins hjá HMS í kjölfar þess að niðurstaða náðist í ríkisstjórn um framtíðarfyrirkomulag lánveitinga stofnunarinnar á samfélagslegum forsendum til byggingar og kaupa á íbúðum.

Leigulækkun hefur þegar verið gerð hjá leigutökum Bjargs í Móavegi og í Urðarbrunni en þann 1. september mun leiguverð lækka hjá leigutökum Bjargs í Hraunbæ og Hallgerðargötu í Reykjavík og einnig í Gudmannshaga á Akureyri

Undirritunin fór fram við Móaveg í Grafarvogi, þar sem fyrsta íbúð Bjargs var afhent fyrir tveimur árum, og voru það félags- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóri Bjargs leigufélags, og aðstoðarforstjóri HMS sem undirrituðu viljayfirlýsinguna.