25. mars 2020
Bjarg íbúðafélag á tímum Covid
Stjórn og starfsfólk ræðir nú viðbrögð við tímabundnum tekjumissi í kjölfar atvinnuleysis eða skerts atvinnuhlutfalls leigjenda af völdum COVID-19. Það svigrúm sem Bjarg hefur er nú þegar nýtt til að halda leigukostnaði í lágmarki, en sem fyrr mun Bjarg vinna náið með leigjendum sínum ef upp koma tímabundnir erfiðleikar.