Bjarg – íbúðafélag var besta nafnið
5. janúar 2017
Nú blasir loksins við að almenningur geti leigt íbúðarhúsnæði til langs tíma og á viðráðanlegu verði. BSRB og ASÍ hafa bundist samtökum um íbúðafélag að danskri fyrirmynd sem hyggst reisa um 1.200 leiguíbúðir. Byrjað verður að leigja íbúðirnar út eftir tvö ár gangi áætlanir eftir. Búast má við að hægt verði að skrá sig á biðlista eftir íbúðum vel fyrir þann tíma. Björn Traustason er framkvæmdastjóri Almenna íbúðafélagsins sem verkalýðsfélögin hafa stofnað á grunni nýrra laga um almennar íbúðir.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst
Vefspjallið er opið alla virka daga milli kl. 10-16.