Listinn er birtur með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað eftir afhendingu íbúða sem og prentvillur.

Málning

Veggir/loft: Flutex 5 málarahvítt frá Flugger

Baðherbergi: Kópal akrýlhúð gljástig 7 málarhvítt frá Málningu hf.

Gluggar: 40% gljái litur: ral 9010

Annað

Filter í viftu: NYTTIG FIL 900, Ikea, s. 520-2500. Grindina af viftunni þarf að láta liggja aðeins í vatni til að fitan losni af henni. 

Reykskynjari: Reykskynjari með rafhlöðu, skipta þarf um rafhlöður á 12 mánað fresti. 

Parket: QUICK STEP CLASSIC OAKE BEIGE harðparketi frá Harðviðarvali, vörunúmer IM1847

Hilluhlíf (plast í vaskaskáp): Variera - Vörunúmer 602.819.93 frá Ikea

Hliðarklæðning á skápa: Ikea, FÖRBÄTTRA, vörunúmer: 602.978.85. Passa vel að mæla hversu stór klæðningin þarf að vera. 

Lagnir/rafmagn í veggjum: Athugið að ekki er mælt með því að bora eða negla í vegginn þar sem rafmagnstafla er staðsett, það á við beggja vegna veggsins. Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur spurningar varðandi veggina og hvar þú getur örugglega borað eða neglt.

Slökkvitæki: Mörg fyrirtæki sjá um skoðun/endurhleðslu slökkvitækja, sjá frekari upplýsingar hér.

Leiðbeiningarmyndbönd

Hér sérðu myndband sem sýnir hvernig skipt er um kolasíuna (IKEA kolasíu). 

Hér sérðu myndband sem sýnir hvernig skipt er um rafhlöðu í reykskynjara. 

Hér sérðu myndband sem sýnir hvernig hreinsað er upp úr niðurfalli í sturtu. 

Hér sérðu myndband sem sýnir hvernig útloftstúða er þrifin.

Hér sérðu myndband sem sýnir hvernig ferskloftstúða er þrifin.