Áshamar 52, 221 Hafnarfjörður
Nýtt 5 hæða fjölbýlishús við Áshamar 52, 221 Hafnarfjörður. 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru tilbúnar nú þegar. Hér má sjá Áshamar 52 á korti. Íbúðir Bjargs eru ekki leigðar með húsgögnum.
Sjá nánar hér um íbúðirnar á vef verktaka.
Íbúðirnar í Áshamri voru keyptar og ætlaðar fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru út frá eftirfarandi:
a) póstnúmeri 240
b) biðlistanúmeri
c) fjölskyldustærð (fólk með 2 börn hefur t.d. forgang í þessar íbúðir)
d) Uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. er eiganda íbúðarinnar heimilt að leigja hana til leigjanda sem er yfir tekju- og eignamörkunum. Heimilt er að krefjast markaðsleigu. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs.
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda frá Grindavík (aðila á lista Almannavarna vegna rýmingar í Grindavík) er heimilt að úthluta út frá almennum skilyrðum Bjargs varðandi úhlutun. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til 18 mánaða.
Laus 4ra herbergja íbúð
Íbúðirnar í Áshamri 52 frá 90-93 m² og eru með ólíku skipulagi. Eftirfarandi íbúði er laus til umsókna:
Íbúð 106 - staðsetning: jarðhæð. 92,1 m². Svalir í suð-vestur. Leiguverð á mánuði kr. 293.164 tengt vísitölu neysluverðs í september 2024. Gæludýrahald er heimilað í íbúðinni.
Upphaf leigu 1. október 2024.
Íbúðirnar í Áshamri 52 eru afhentar fullbúnar með ísskáp. Parket er Quick Step. Baðherbergi flísalagt á alla veggi og gert ráð fyrir þvottavél og barkalausum þurrkara. Íbúðunum fylgir geymsla í kjallara.
Um hverfið
Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sem rís sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallarhverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021. Í hverfinu er gert ráð fyrir grunnskóla, tveimur fjögurra deilda leikskólum auk hjúkrunarheimilis. Uppbygging í hverfinu stendur yfir og hafa frumbyggjar í hverfinu þegar flutt inn.
Staðsetning hverfisins er frábær með tilliti til útivistar á fallegum útivistarsvæðum eins og til dæmis Ástjörn, Helgafelli og Hvaleyarvatni. Þá er stutt í íþróttaiðkun Hauka á Ásvöllum.