19. október 2018

Óskað eftir samstarfi við sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu almennra íbúða

moavegur-okt.JPG

Bjarg íbúðafélag hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavog og Seltjarnarnes um lóðir og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í bæjarfélögunum.

Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamálum fyrir tekjulága einstaklinga/fjölskyldur og mikilvægt að sem flest bæjar- og sveitafélög taki þátt í þessu verkefni.

Félagið hefur gert viljayfirlýsingar við Reykjavík um byggingu 1000 íbúða og Hafnarfjörð um 150 íbúðir. Þá hefur Bjarg gert viljayfirlýsingu um 75 íbúðir á Akureyri, 33 íbúðir á Akranesi, 44 íbúðir Árborg, 13 íbúðir Þorlákshöfn og 5 íbúðir í Sandgerði. Bjarg hvetur þau bæjar- og sveitafélög í landsbyggðinni sem vilja taka þátt í uppbyggingunni að hafa samband.

Félagið er nú með tæplega 240 íbúðir í byggingu og um 430 í hönnunarferli. Stefnt er á að fyrstu íbúðir verði afhentar um mitt ár 2019.

Áætlanir Bjargs um leiguverð gera ráð fyrir um 130-160 þúsund á mánuði fyrir 3ja herbergja íbúð. Lóðakostnaður og skipulagsskilmálar vega mest í mismun leiguupphæða.

Opið er fyrir umsóknir um íbúðir á vef félagsins www.bjargibudafelag.is