Móavegur í Reykjavík

Tveggja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 1
  • Stærð íbúða: 50-65 m²
  • Fjöldi íbúða: 46

Tveggja herbergja íbúðirnar eru 50-65 m² og skiptast í anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og fataskápur er í svefnherbergi.

Hér má sjá dæmigerða 2ja herbergja íbúð í Móavegi í 360°.

Hér má sjá myndband úr dæmigerði 2ja herbergja íbúð í Móavegi

Þriggja herbergja íbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 2
  • Stærð íbúða: 65 - 78 m²
  • Fjöldi íbúða: 51

Þriggja herbergja íbúðirnar eru 65-78 m². Í þeim er anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi.

Hér má sjá dæmigerða 3ja herbergja íbúð í Móavegi í 360°.

Hér má sjá myndband af dæmigerðri 3ja herbergja íbúð í Móavegi. 

Fjögurra herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 3
  • Stærð íbúða: 85-102 m²
  • Fjöldi íbúða: 21

Fjögurra herbergja íbúðirnar eru u.þ.b. 85 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi.

Hér má sjá myndband úr 86,8 fm. 4ra herbergja íbúð í Móavegi (athugið að íbúðir eru ólíkar að skipulagi).

Fimm herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 4
  • Stærð íbúða: 97 m²
  • Fjöldi íbúða: 6

Fimm herbergja íbúðirnar eru 97 m². Í þeim er anddyri, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í skápum innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi.

Fyrir leigutaka í Móavegi

Umhverfið

Stutt er í almenningssamgöngur og verslunarkjarnann Spöngina þar sem meðal annars er að finna lágvöruverðsverslun, heilsugæslu, sjúkraþjálfun, matvöruverslun, bakarí, hárgreiðslustofu, blómabúð, veitingastaði, fiskbúð, dýrabúð og aðrar sérverslanir.

Það sem einkennir hverfið er mikil nánd við náttúruna. Þar ber helst að nefna svæði eins og Gufunesið, Grafarvoginn og ána Korpu. Hverfið markast einnig af langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta. Íbúarnir nýta sér óspart þessar náttúruperlur til útivistar og íþróttaiðkunar.