Áshamar 52, 221 Hafnarfjörður (íbúðir fyrir Grindvíkinga)

Um hverfið

Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sem rís sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallarhverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021. Í hverfinu er gert ráð fyrir grunnskóla, tveimur fjögurra deilda leikskólum auk hjúkrunarheimilis. Uppbygging í hverfinu stendur yfir og hafa frumbyggjar í hverfinu þegar flutt inn.

Staðsetning hverfisins er frábær með tilliti til útivistar á fallegum útivistarsvæðum eins og til dæmis Ástjörn, Helgafelli og Hvaleyarvatni. Þá er stutt í íþróttaiðkun Hauka á Ásvöllum.